Skip to content

Hrossagaukur Gallinago gallinago

Hrossagaukur er flugglaður en felugjarn vaðfugl með langan beinan gogg. Hann klæðist brúnleitum, rákóttum felubúningi og hefur sérhæfðar stélfjaðrir sem hann sperrir út á flugi til að framkalla einkennandi víbrandi hljóð. Þetta gerir hann til að helga sér óðal á varptíma og ná sér í maka.

Íslenskur hrossagaukur er nær alger farfugl sem fer til Vestur Evrópu á veturna, einkum til Írlands en kemur heim á vorin til að ala unga sína í móum, skógarrjóðrum og votlendi. Þeir sem lifa af hér heilan vetur halda til við kaldavermsl, þar sem jörðin frýs ekki.

Hrossagaukur er láglendisfugl útbreiddur um allt land en er algengastur um vestari helming landsins. Hann finnst í mestum þéttleika í mýrlendi, en sækir einnig í graslendi og lúpínubreiður.

Hrossagaukur étur smádýr sem hann finnur á blautu yfirborði og í grunnu vatni, hann finnur ætið aðallega með snertiskynjun í gegn um næmt nefið og fæturna.

Hrossagaukur verpur einu sinni á ári, 4 eggjum í senn.

Kynslóðalengd hrossagauks er 4,8 ár. Hann hefur varp tveggja ára.

Utan íslands finnast hrossagaukar á afar stóru svæði og er áætlað að heildarfjöldi Evrópustofnsins sé 2,5-5 milljón pör eða um 35% heimsstofnsins. Hrossagaukur er skráður í yfirvofandi hættu í Evrópu vegna fækkunar frá 1980. Honum hefur fækkað í Bretlandi um yfir 65% frá 1970 og er skráður þar sem tegundi í mikilli hættu. Er þar aðallega um kennt landnýtingu þar sem votlendi er þurrkað upp og þannig gengið á varp- og fæðusvæðið.
Hrossagaukur er algengur varpfugl hér á landi og er stofninn metinn um 300 þúsund varppör. Stofnþróunin er óþekkt en ekki eru vísbendingar um að hrossagauki hafi fækkað hérlendis og hann er ekki skráður sem tegund í hættu .
Íslenskir hrossagaukar tilheyra sérstakri deilitegund (Gallinago gallinago faeroensis) og verpur >95% hennar hér, en auk þess í Færeyjum og á norðanverðum Bretlandseyjum. 16% landsstofnsins verpur á Suðurlandsundirlendinu.

Fróðlegir tenglar

https://www.iucnredlist.org/species/22693097/155504420
https://app.bto.org/birdtrends/species.jsp?&s=snipe
http://datazone.birdlife.org/species/factsheet/common-snipe-gallinago-gallinago
https://nature-art12.eionet.europa.eu/article12/summary?period=3&subject=Gallinago+gallinago&reported_name=
https://www.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/hrossagaukur-gallinago-gallinago

Kosningastjóri: Nafn kosningastjórans

Ég vil vera kosningastjóri, af því að …