Skip to content

Stari Sturnus vulgaris

Starinn er svartgljáandi spörfugl, fullorðinn fugl er oft með ljósum doppum. Hann hefur fremur stutt stél og gulan gogg.

Stari finnst og verpur víða um heiminn. Hann hóf varp hérlendis um 1940 og finnst nú um allt land. Hann er staðfugl hér á landi, sem þýðir að hann dvelur hér árið um kring. Stara líður vel í mannabyggðum, borgum og bæjum, en þar sem hann býr í sveit fer hann oft á hestbak, stundum margir saman í einu – líklega sækir hann í flugur umhverfis hestana. Hann hefur fjölbreyttan matarsmekk. Hann lifir einkum á skordýrum og ávöxtum en leitar einnig í fjörur og garða og fer í berjamó í stórum hópum þar sem þeir hreinsa hratt af berjarunnum og lyngi.

Starinn verpir við mannabústaði og í klettum, 4-6 himinbláum eggjum í hreiðurkörfu. Hann hefur varp snemma vors og getur orpið tvisvar á sumri. Hann heldur oft til í stórum hópum utan varptíma og er þekktur fyrir lystilegt hópflug í „torfum“ sem breyta um mynstur og lögun. Stari er frakkur og útsjónasamur fugl og hefur áhuga á framandi tungumálum og hermir eftir hljóðum annarra fugla.
Kynslóðalengd stara er 4,6 ár.

Stari finnst víða um heim en menn hafa flutt hann með sér frá upprunalegum heimkynnum í Evrasíu. Evrópska stofnstærðin er áætluð 28 – 52 milljónir para eða 55% af heimsstofninum . Hann er ekki á alþjóðlegum válista en fer þó fækkandi.
Íslenska stofnstærð stara var metin 10.000 pör árið 2017 og hefur líklega vaxið síðan þá. Stari er ekki á válista hérlendis.

Fróðlegir tenglar

https://www.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/passeriformes/stari-sturnus-vulgaris
https://www.iucnredlist.org/species/22710886/137493608