Skip to content

Súla Morus bassanus

Súla er stór ljósleitur sjófugl með vænghaf á við meðal mann (172cm), svarta vængenda og sundfit. Kremgul á háls og höfuð með svarta og grænbláa augnumgjörð og rákir í stíl niður eftir svörtum tánum.

Súla er úthafsfugl og farfugl sem heldur til á sjó á veturna en sest á sæbrattar eyjar og björg í þéttum súlubyggðum til að verpa og koma upp unga. Hún verpir að jafnaði einu eggi á ári. Hreiðrið er hraukur úr þangi sem hún bindur saman með driti og leir.

Súla kastar sér í sjóinn úr 10-40m hæð eftir fiski eins og síld, loðnu, makríl og sandsíli. Hún nælir sér stundum í úrgang frá fiskiskipum og þá er hætt við að hún verði fyrir skaða af völdum veiðarfæra.

Kynslóðalengd súlu er 20,7 ár. Súlan verður að meðaltali 17 ára og verpur fyrst um 5 ára aldur. Súla var mikið veidd hér áður fyrr til matar og þá sérstaklega ungarnir. Í ár, 2022, lenti súlan illa í fuglaflensunni víðar en bara hér við Ísland.

Í Evrópu verpa um 680 þúsund súlupör og er það meginhluti heimsstofnsins. Súla er ekki á evrópskum válista, en þó talinn í nokkurri hættu í Bretlandi vegna þess hve fáar og staðbundnar byggðirnar eru.
Súlustofninn við Ísland telur um 37 þúsund pör og hefur vaxið um tæp 2% á ári um langt skeið. Súla verpur aðeins á fimm svæðum hér við land og flokkast þess vegna í nokkurri hættu á íslenskum válista (VU) (2018).

Fróðlegir tenglar

https://www.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/ciconiiformes/sula-morus-bassanus
https://app.bto.org/birdfacts/results/bob710.htm
https://www.iucnredlist.org/species/22696657/132587285
https://nmsi.is/molar/fugl_manadarins/sula/